Hagnýtingaverðlaun Háskóla Íslands

21/11/2014

Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands voru afhent  í sextánda sinn við hátíðlega athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands fimmtudaginn 20. nóvember sl., en markmiðið með veitingu þeirra er að laða fram hagnýt verkefni sem starfsmenn og nemendur vinna að og stuðla að nýsköpun innan skólans. 

Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands eru samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Tæknigarðs, Árnason|Faktor og Einkaleyfastofunnar sem leggja til verðlaunafé auk þátttöku í dómnefnd.

Þrettán tillögur bárust í keppnina og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin. Val á verðlaunaverkefnum var í höndum sérstakrar dómnefndar en hún horfði m.a. til þess hversu fljótt væri hægt að hagnýta tillöguna, hvort hún styddi við stefnu og starfsemi háskólans, hversu frumleg hún væri og hvaða ávinning hún hefði fyrir samfélagið.

Upplýsingakerfið Marsýn sem auðvelda á siglingar og fiskveiðar við Íslandsstrendur bar sigur úr býtum í samkeppninni árið 2014. Tvö önnur verkefni fengu einnig verðlaun, annars vegar verkefni sem snýr að táknmálskennslu á vefnum og hins vegar verkefni sem snýr að notkun á útrunnum blóðflögum til stofnfrumuræktunar.

Sjá nánari umfjöllun um þau þrjú verkefni sem verðlaun voru veitt fyrir á hér á heimasíðu Háskóla Íslands.