Þjónusta NPI

Nordic Patent Institute (NPI) er alþjóðleg rannsóknarstofnun í eigu Danmerkur, Íslands og Noregs.

NPI býður upp á fjölbreytta leitarþjónustu á sviði tæknilegra uppfinninga m.a. fyrir uppfinningamenn, nýsköpunarfyrirtæki og lögfræðistofur. Leitarþjónustunni er sinnt af einkaleyfarannsakendum frá einkaleyfastofum Danmerkur og Noregs. Rannsakendurnir búa yfir mikilli reynslu og hæfni á sviði einkaleyfarannsókna. Þeir hafa aðgang að öflugum leitartólum og leita í bestu alþjóðlegu gagnagrunnum á sviði einkaleyfa og tæknilegra fræðigreina.

NPI var stofnuð árið 2006 en byggir á áratuga reynslu einkaleyfastofa aðildarríkjanna. NPI veitir jafnframt þjónustu sem rannsóknarstofnun fyrir alþjóðlegar einkaleyfaumsóknir (PCT).

Heimasíða NPI

Helstu þjónustuleiðir

  • Rannsókn alþjóðlegra einkaleyfisumsókna

  • Validity Search

  • Frelsi til athafna

  • Nýnæmi og einkaleyfishæfi

  • Sequence Search

  • Structure Search