Ný gjaldskrá tekur gildi 1. desember 2014

24/11/2014

Einkaleyfastofan vekur athygli á að ný reglugerð um gjöld fyrir einkaleyfi, vörumerki, hönnun o.fl. nr. 804/2014 tekur gildi þann 1. desember nk. Sjá nánar hér. Eldri gjaldskrá, reglugerð nr. 916/2001 með síðari breytingum, fellur úr gildi á sama tíma. Þeir viðskiptavinir sem hyggjast nýta sér eldri gjaldskrá eru því hvattir til þess að koma erindum sínum til Einkaleyfastofu fyrir lok föstudagsins 28. nóvember næstkomandi.