Nýju hámarki náð í fjölda einkaleyfaumsókna hjá EPO

21/01/2014

Evrópsku einkaleyfastofunni (EPO) bárust yfir 265.000 einkaleyfisumsóknir árið 2013 sem er 2,8% aukning frá árinu 2012. Árið 2013 hefur EPO einnig veitt og birt 66.700 einkaleyfi, sem er 1,7% aukning miðað við árið 2012.

Á síðasta ári bárust 93.600 umsóknir frá hjá 38 aðildarríkjum EPO (35,3%), 64.800 umsóknir   frá Bandaríkjunum (24.5%), 52.300 umsóknir frá Japan (19,7%), 22.200 umsóknir frá Kína (8,4%; og er 18% aukning miðað við árið 2012) og 16.900 umsóknir frá Suður-Kóreu (6,4%; og er 16,6 % aukning miðað við árið 2012).

Af 38 aðildaríkjum EPO komu flestar umsóknir frá Þýskalandi árið 2013, alls 32.000 umsóknir (12,1%), Frakkland fylgir eftir með 12.200 umsóknir (4.6 %), 8.000 umsóknir bárust frá Sviss (3%), 7.600 frá Hollandi (2.9 %; og er 18 % aukning miðað við árið 2012), 6.500 frá Bretlandi (2,5%) og 5.000 frá Svíþjóð (1,9%; og er 7,7 % aukning miðað við árið 2012).

Hér er byggt á bráðabirgðatölum en áætlað er að EPO muni birta nákvæmari tölur um einstök lönd og atvinnugreinar, sem og flokkun eftir fyrirtækjum, þann 6. mars 2014.

Nánar hér.