Atvinnu- og nýsköpunarhelgin

12/01/2012

Atvinnu- og nýsköpunarhelgin í Reykjavík fer fram helgina 13. til 15. janúar næstkomandi.  Viðburðurinn er haldinn er í þeim tilgangi að hjálpa einstaklingum að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Að helginni standa Innovit nýsköpunar- og frumkvöðlasetur og Landsbankinn í samstarfi við Reykjavíkurborg. Þátttaka er ókeypis!

Erlend fyrirmynd viðburðarins er StartupWeekend þar sem þátttakendur mæta með eða án hugmyndar, skipta sér niður í teymi og vinna frá föstudegi til sunnudags við að byggja upp viðskiptahugmyndir. Markmiðið er að klára frumgerð, eða komast sem næst því að klára frumgerð af vörunni eða þjónustunni sem unnið er að yfir helgina. Fjölmargir sérfróðir aðilar mæta yfir helgina og hjálpa þátttakendum við uppbyggingu hugmyndanna. 

Allir geta tekið þátt; þeir sem hafa hugmynd að vöru eða þjónustu og einnig þeir sem vilja hjálpa hugmyndum annarra við að verða að veruleika. Hugmyndir þátttakenda geta verið margskonar og mislangt á veg komnar, þess vegna algjörlega ómótaðar hugmyndir að vöru eða þjónustu. HÉR má sjá myndskeið frá sambærilegri helgi sem Innovit stýrði í Álaborg, Danmörku. 

Dagskrá og aðrar upplýsingar um viðburðinn má finna á anh.is