Hagnýtingarverðlaun 2011

09/01/2012

Hagnýtingarsamkeppni Háskóla Íslands er samstarfsverkefni Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, Tæknigarðs og umboðsskrifstofunnar Árnason Faktor auk þess sem að Einkaleyfastofan styrkir verkefnið.  Markmiðið er að laða fram hagnýtanlegar hugmyndir sem koma upp við rannsóknir innan Háskóla Íslands og Landspítala – háskólasjúkrahúss.  Samkeppnin árið 2011 var sú tólfta í röðinni en nánar um verðlaunahafa síðast árs má lesa um á heimasíðu Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands hér.