Hvernig er sótt um faggildingu?
Þeir sem vilja sækja um faggildingu geta nálgast umsóknareyðublöð á með því að smella á "Eyðublöð" hér á vinstri valstiku. Með umsókn þarf ætíð að fylgja með gæðahandbók. Faggildingarsvið óskar eftir frekari gögnum ef við á.
Ef sótt er um faggildingu skal greiða fyrir umsóknina samkvæmt gjaldskrá.
Innifalið í umsóknargjaldi er yfirferð á gæðakerfi umsækjanda og álitsgerð þar sem settar eru fram athugasemdir og tillögur að framhaldsvinnu.
Frekari upplýsingar veita starfsmenn ISAC - Faggildingarsviðs Einkaleyfastofunnar.