Nordic Patent Institute

 

Nordic Patent Institute, NPI
 

Nordic Patent Institute, NPI

Nordic Patent Institute er alþjóðleg stofnun sem Ísland, Danmörk og Noregur eru aðilar að. Hér er um nýjan valkost að ræða fyrir umsækjendur PCT-umsókna, en stofnunin annast m.a. rannsóknir á alþjóðlegum einkaleyfisumsóknum. Stofnunin er sett á stofn með það að markmiði að halda tækniþekkingu innan Norðurlandanna og bjóða uppá hraða og góða þjónustu við rannsóknir á einkaleyfum, á samkeppnishæfu verði.

Stofnunin var samþykkt á þingi Alþjóðahugverkastofnunarinnar 2006, sem alþjóðeg rannsóknastofnun sem annast alþjóðlega nýnæmis- og einkaleyfishæfisrannsókn fyrir Íslendinga, Dani og Norðmenn. Stofnunin tók til starfa 1. janúar 2008.

Íslenskir umsækjendur PCT-umsókna (alþjóðlegra umsókna) geta valið Nordic Patent Institue sem rannsóknastofnun fyrir umsókn sína.

Nordic Patent Institute annast einnig rannsóknir á einkaleyfum fyrir fyrirtæki og stofnanir.

Heimasíða NPI (Nordic Patent Institute)