Norrænt samstarf

Norrænt samstarf

Norrænt samstarf á sviði hugverkaréttar hefur um langt skeið verið mikið.

Fulltrúar frá einkaleyfastofum allra Norðurlandanna halda reglulega samráðsfundi fyrir hvert svið (einkaleyfasvið, vörumerkja- og hönnunarsvið) þar sem farið er yfir framkvæmd, stefnumörkun og þróun hugverkaréttinda. Forstjórar norrænu stofnananna hittast einnig reglulega og fara yfir stöðuna og þróunina á hugverkaréttarsviðinu.

Löggjöfin á hugverkaréttarsviðinu er að mestu leyti samhljóma á öllum Norðurlöndunum og nefna má að vörumerkjalöggjöfin hér á landi er árangur af starfi samnorrænnar nefndar sem starfaði um miðbik síðustu aldar við undirbúning vörumerkjalöggjafar á Norðurlöndunum.

Undanfarin ár hafa Eystrasaltsríkin, Eistland Lettland og Litháen, tekið þátt í norræna samstarfinu.