Rafræn móttaka PCT gagna í gegnum OLF

26/03/2012

Evrópska einkaleyfastofan hefur enn bætt virkni Online Filing hugbúnaðarins (OLF) en frá og með deginum í dag, getur Einkaleyfastofan tekið við ýmsum gögnum rafrænt sem tengjast PCT-grunnumsóknum sem ELS er viðtökustofnun fyrir. Með því að hlaða niður nýrri uppfærslu á OLF, er hægt að velja „PCT-SFD“ (PCT „Subsequently filed documents“) og velja Einkaleyfastofuna sem viðtökustofnun. Þá er hægt að skilgreina hvaða gögn um er að ræða og senda þau svo til Einkaleyfastofu með sama hætti og rafrænar umsóknir.